top of page
Ég heiti Park Hye Jeong en allir kalla mig Hye 

 

Hye kom fyrst til Íslands árið 1997 á vegum Alþjóðlegra Ungmenna Samskipta. Hún

hefur tekið virkan þátt í atvinnu og menningarlífi á landinu frá upphafi bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.

 

Í Kóreu lauk Hye námi í dýralækningum en sneri sér að myndlist á Íslandi og lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2005. Hún hefur auk þess unnið margvísleg störf á Íslandi með námi; þjónustustörf, framleiðsla, hönnun og fleira. Hye hefur einnig tekið að sér leiðsögu og skipulags verkefni fyrir kóreskar sjónvarspsstöðvar sem hafa heimsótt Ísland undanfarin ár. Kóreskar sjónvarpsstöðvar hafa heimsótt Ísland til að gera heimildarmyndir um ýmis konar viðfangsefni.

 

Hye hefur hrifist af sköpunarkrafti Íslendinga og hefur sjálf starfað sem myndlistarmaður síðast liðin tíu ár. Hún býr yfir opnu hugarfari og drifkrafti sem hefur leitt hana á vit ýmissa ævintýra á ólíkum slóðum. Hún lauk framhaldsnámi í myndlist í London, bjó í Frakklandi um skeið og hefur ferðast víða. Hún hefur ríkan skilning á innviðum samfélagsins bæði í Kóreu og á Íslandi eftir að hafa búið á hvorum stað fyrir sig drjúgan hluta ævi sinnar.

 

Hye stofnaði Kíki fyrir þá sem hafa áhuga á að hafa samskipti við Kóreu eða Ísland vegna viðskipta og menningarviðburða eða einfaldlega til að fara í ferðalag á framandi slóðum. Allir eru hjartanlega velkomnir og þurfa aðeins að hafa samband við Hye hjá Kíki.  

 

 

 

 

 

Við erum...

Við erum fólkið sem 

tengir þig við 

Suður Kóreu

 

Við erum Park Hye Joung og Karl Ómarsson  

Ég heiti Karl Ómarsson en ég er kallaður Kalli
 

Kalli flutti til Suður Kóreu frá London árið 2010 til þess að taka þátt í vinnustofudvöl á vegum Nútímalistasafns Seoul í Suður Kóreu. Hann hefur búið og starfað í Seoul síðan þá.

 

Á uppvaxtarárum sínum á Íslandi naut Kalli þess að ferðast um landið í góðum félagsskap á mismunandi árstímum til þess að komast í snertingu við allt það besta sem landið hefur upp á að bjóða. Hann hélt svo til London í framhaldsnám í myndlist og til þess að rækta í sér borgarbarnið. Hann hefur ferðast víða til þess að sýna myndlist og taka þátt í öðrum verkefnum á þeim vettvangi. En núna nýtur Kalli þess að eiga heimili í Seoul þar sem hann elskar matinn og ys og þys stórborgarlífsins.

 

Í Seoul starfar Kalli sem stundakennari í myndlist við Sungshin háskóla. Hann kennir þar að auki viðskipta ensku í mörgum fyrirtækjum í borginni. Auk þessara starfa hefur hann tekið að sér verkefni við þýðingar og prófarkarlestur ýmiskonar texta og unnið við mat á umsækjendum fyrir opinberar stofnanir og einkafyrirtæki þegar mannaráðningar standa fyrir dyrum.

 

Kalli lítur á Kíki sem tækifæri til að brúa bilið á milli Kóreu og Íslands fyrir alla þá sem eru forvitnir um framandi slóðir og sjá möguleika á spennandi verkefnum þeim tengdum.  

bottom of page