top of page
Ágúst 2014  

 

Meðal þeirra sem komu fram í viðtölunum voru 

 

  • Guðbjartur Hanneson (fyrir störf hans sem fyrrverandi velferðaráðherra)

  • Steingrímur Sigfússon (fyrir störf hans sem fyrrverandi fjármálaráðherra)

  • Ögmundur Jónasson (fyrir störf hans sem fyrrverandi innanríkisráðherra)

  • Lára Björnsdóttir (fyrrverandi formaður velferðarvaktar)

  • Óttar Guðmundsson (geðlæknir)

  • Stefán Ólafsson (prófessor í HÍ)

  • Guðrún Johnssen (lektor í HÍ)

  • Þór Gíslasson (framkvæmdastjóri Rauði Kross í Reykjavík)

  • Sigríður Dögg Auðunsdóttir (ritstjóri Fréttatímans)

EBS DocuPrime 

 

Sjónvarpsstöðin EBS (Educational Broadcasting Service) gerði þátt um efnahagshrunið á Íslandi og afleiðingar þess á heilsu og velferð fólks á Íslandi. Þau könnuðu íslenskt velferðarkerfi og öryggisnet samfélagsins varðandi sjálfssvíg á Íslandi fyrir og eftir hrunið.

2002 - 2005

 

Helstu sjónvarpsstöðvar sem hafa heimsótt Ísland vegna kvikmyndagerðar með aðstoð Kíkis á árunum 2002 - 2005  

 

2005 MBC (Munwha Broadcasting Corporation) [Hvalaskoðun og hvalveiði]

2004 KBS (Korean Broadcasting Services) Special Science 21 [the revolution of Hydrogen]  

2002 KBS [World Now]  

 

 

Veturinn 2015 tók Kíkir þátt í undirbúningi og upptökum á vinsælum sjónvarpsþáttum þar sem frægir leikarar fara í óvænta heimsókn á framandi slóðir. Þættir í þessari seríu hafa fylgt eftir leikurum heimækja Perú, Laos, Afríku og ótal fleiri staði. Þættirnir vöktu mikla athygli en samkvæmt tölum um áhorf er talið að vel yfir þrjár milljónir áhorfenda hafi fylgst með ævintýrum leikarana á Íslandi. Leikararnir fengu það verkefni á Íslandi að sjá norðurljósin en þeir heimsóttu ótal vinsæla ferðamannastaði auk þess sem þeir dvöldu í Reykjavík sem var á kafi í snjó á þessu tímabili.

 꽃보다 청춘 Youth Over Flowers

Kíkir starfaði enn á ný með Educational Broadcast Service við undirbúning

og upptökur á fræðsluþáttaröð um Neanderthalsmenn sem var tekin upp á

Íslandi og í Indónesíu. Kóreskir leikarar í gervi Neanderdalsmanna spókuðu sig

um í íslensku landslagi.

Neanderdalsmenn á Íslandi

LG kaus að kynna nýjan flatskjá í Hörpu á Íslandi og virkjaði til þess vefmiðla með aðstoð Kíkis.

LG sýnir norðurljós á nýjum flatskjá í Hörpu

Kíkir hefur farið yfir og þýtt allar tilvísanir í Suður Kóreu sem er að

finna í kennslugögnum á grunn og framhaldsskólastigi fyrir

námsgagnastofnun Suður Kóreu (National Center for Educational

Materials).

Kennslugögn

MBC gerði ítarlega heimildarmynd um hræringar í stjórnmálum á Íslandi með aðstoð Kíkis

Sjónvarpsstöðin MBC sem hefur áður notið aðstoðar Kíkis gerði röð heimildamynda um stjórnmál í nokkrum löndum. Löndin sem fjallað var um eiga það öll sameiginlegt að hafa gengið í gegnum miklar breytingar í kjölfar efnahagshruns árið 2008.  MBC hafði sérstaklega áhuga á að ná tali af Jóni Gnarr og félögum hans í Besta Flokknum. Auk þess var fjallað um Pírata og tekin viðtöl við sérfræðinga og einstaklinga sem komu að mótun á nýrri stjórnarskrá. MBC heimsótti alþingi og fór á stjórnarfundi starfandi stjórnmálaflokka. Meðal viðmælenda voru:

Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrir stjórnlagaráð

Sonja Wiium, vegna verkefnisins Betri Reykjavík

Róbert Bjarnason og Gunnar Grímsson, citizens foundation

Þorvaldur Gylfason, um efnahagserfiðleika 2008 og afleiðingar þeirra

Jón Þór Ólafsson, Píratar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Einar Örn Benediktsson, Besti Flokkurinn

Óttarr Proppé, Besti Flokkurinn og Björt Framtíð

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri

Vilhjálmur Bjarnason, hagsmunasamtök heimilana

Snæbjörn Brynjarsson, blaðamaður

​                                                                              

 

                                                                                                                                                                       Þáttagerðarmenn MBC voru sérstaklega                                                                                                                                                                          ánægðir með langt og skemmtilegt viðtal                                                                                                                                                                        við Jón Gnarr og Einar Örn Benediktsson

 

 

Bókin er komin út!

Bókin 아이슬란드 사람들은 왜 행복할까 (Íslenska leiðin til hamingju) kom út í Suður Kóreu nú í vor. Hye, stofnandi Kíkis skrifaði bókina. Bókin fjallar um íslenska náttúru, samfélagið, sögu og menningu á Íslandi. Fjallað er um náttúrufyrirbæri eins og mosa, jarðhita og fleira. Staðir sem Hye heimsótti á hringveginum eins og; Ásbyrgi, Flúðir, Seyðisfjörður, Akureyri, Snæfellsness fá umfjöllun og Reykjavík kemur mikið við sögu. Í umfjöllun um menningu og heimilislífi eru m.a. kór, samsettar fjölskyldur, hjónaband/sambúð/fæðing utan hjónabands, samfélagsstaða samkynhneigðra. Efnahagshrunið 2008 kemur við sögu, sérstaklega með tilliti til þess hvernig samfélagið brást við og velferðakerfið stóð undir því álagi. Orðatiltæki og hugarfar eins og 'Þetta reddast', 'Nenni ekki' fá umfjöllun. Safnasafnið, listahátíðin Lunga og fleiri staðir voru heimsóttir, ekki síst sundlaugar. 

Bókin er gerð úr fjölda viðtala við fólk sem Hye heimsótti á árinu 2016 - fjölskylda, vinir, myndlistarmaðurinn Rúrí, leirlistakonan Kolbrún S. Kjarval og fyrrverandi útvarpsmaður Sigurður G. Tómasson hjálpa svo Hye að draga upp sanna mynd af Íslandi.

bottom of page