top of page
KíKir 
 

Tengiliður þinn

á milli 

Íslands og Kóreu

Bókin er komin út!

Bókin 아이슬란드 사람들은 왜 행복할까 (Íslenska leiðin til hamingju) kom út í Suður Kóreu nú í vor. Hye, stofnandi Kíkis skrifaði bókina. Bókin fjallar um íslenska náttúru, samfélagið, sögu og menningu á Íslandi. Fjallað er um náttúrufyrirbæri eins og mosa, jarðhita og fleira. Staðir sem Hye heimsótti á hringveginum eins og; Ásbyrgi, Flúðir, Seyðisfjörður, Akureyri, Snæfellsness fá umfjöllun og Reykjavík kemur mikið við sögu. Í umfjöllun um menningu og heimilislífi eru m.a. kór, samsettar fjölskyldur, hjónaband/sambúð/fæðing utan hjónabands, samfélagsstaða samkynhneigðra. Efnahagshrunið 2008 kemur við sögu, sérstaklega með tilliti til þess hvernig samfélagið brást við og velferðakerfið stóð undir því álagi. Orðatiltæki og hugarfar eins og 'Þetta reddast', 'Nenni ekki' fá umfjöllun. Safnasafnið, listahátíðin Lunga og fleiri staðir voru heimsóttir, ekki síst sundlaugar. 

Bókin er gerð úr fjölda viðtala við fólk sem Hye heimsótti á árinu 2016 - fjölskylda, vinir, myndlistarmaðurinn Rúrí, leirlistakonan Kolbrún S. Kjarval og fyrrverandi útvarpsmaður Sigurður G. Tómasson hjálpa svo Hye að draga upp sanna mynd af Íslandi.

Vinir okkar í fréttum
Ísland í Kóreu
Ísland og Kórea

Seung Woo Han yfirmaður Korea Polar Research Institute (KOPRI)  hélt fyrirlestur í Artic Circle 2014

Sjónvarpsstöðin MBC kom til Íslands til að gera heimildarmynd um stjórnmál og breytingar á Íslandi frá árinu 2008

Nýjasta heimildamynd EBS var sýnd þann 8. og 9. desember í Kóreu

 

 

 

Vinsælu ferða og skemmtiþættirnir  꽃보다 청춘 Youth Over Flowers voru teknir upp á Íslandi með aðstoð Kíkis.  

Sif Cosmetics í vinsælasta kóreska glanstímaritinu, Marie Claire 

MBC á Íslandi

 꽃보다 청춘 Youth Over Flowers

EBS sýndi fræðsluþætti um Neanderdalsmenn sem teknir voru upp í Indónesíu og á Íslandi með aðstoð Kíkis

bottom of page