top of page

Hvað við gerum...

viðskipti við Suður Kóreu 
Ferðalög til Suður Kóreu 
Leiðsögn og þýðingar

Hjá Kíki er boðið upp á margskonar þjónustu sem kann að nýtast fyrirtækjum sem vilja eiga viðskipti í Kóreu.

Í Suður Kóreu er nú gríðarlega mikill áhugi á Norður Evrópu og ekki síst Íslandi. Ísland er eitt af sjö löndum á lista yfir áfangastaði sem Kóreubúar vilja helst heimsækja á komandi árum.  

Í Suður Kóreu er vaxandi áhugi á skandinavískri og íslenskri hönnun og hannyrðum, íslenskri tónlist, matargerð, umhverfis og  jafnréttismálum svo eitthvað sé nefnt. 

Þjónusta er í boði til einstaklinga og hópa sem þurfa að ferðast til Kóreu í viðskiptaerindum og vegna íþrótta eða menningar viðburða. 

Kíkir hefur sinnt túlkunar og þýðingaverkefnum, leiðsögustörfum og upplýsingaöflun af ýmsu tagi, bæði í Kóreu fyrir íslenska viðskiptavini og á Íslandi fyrir kóreska viðskiptavini. 

Straumur ferðamanna frá Suður Kóreu til Íslands hefur aukist nokkuð á undanförnum árum og útlit er fyrir að hann muni vaxa gríðarlega á næstu tveimur árum. 

Kíkir stendur nú fyrir reglulegum tímum í íslensku og íslenskri menningu í Seoul.

bottom of page